Vonast til að geta selt Hjört í janúar

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska blaðið BT greinir frá því að danska úrvalsdeildarliðið Brøndby vonist til að geta selt landsliðsmanninn Hjört Hermannsson í janúar.

Hjörtur er samningsbundinn Brøndby til ársins 2021 og vonast forráðamenn félagsins til að geta fengið 4-5 milljónir danskra króna fyrir varnarmanninn en sú upphæð jafngildir 73-92 milljónum íslenskra króna.

Hjörtur hefur leikið með Brøndby frá árinu 2016 og hefur spilað 83 leiki með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í 11 af 16 leikjum liðsins, sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Hjörtur, sem er 24 ára gamall, hefur spilað 14 leiki með A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 1 mark.

mbl.is