Bretar og Írar vilja fá HM

Al Janoub-leikvangurinn í Katar er einn þeirra sem spilað verður …
Al Janoub-leikvangurinn í Katar er einn þeirra sem spilað verður á í næstu heimsmeistarakeppni árið 2022. AFP

Fer heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu árið 2030 fram á Bretlandseyjum, Englandi, Skotlandi, Wales, Norður-Írlandi og Írlandi?

Noel Mooney, formaður írska knattspyrnusambandsins sagði við SkySports að knattspyrnusambönd bresku þjóðanna hafi rætt málið og stefni að því að leggja inn formlegt tilboð í gestgjafahlutverkið.

„Það er möguleiki á að við getum sett fram mjög sannfærandi tilboð sem vonandi færir okkur keppnina. Ég verð mjög hissa ef það kemur ekki afar gott boð frá Bretlandi og Írlandi,“ sagði Mooney.

Marokkó hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að halda keppnina og sama er að segja með suðuramerísku þjóðirnar Argentínu, Úrúgvæ, Paragvæ og Síle sem vilja halda hana saman. Þá er von á sameiginlegu boði frá Grikklandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Serbíu, ásamt því að búist er við því að Spánverjar og Portúgalar sæki um í sameiningu.

Næsta heimsmeistaramót er haldið í Katar árið 2022 og síðan er röðin komin að Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó að halda mótið í sameiningu árið 2026.

mbl.is