Danir mega fara af stað af fullum krafti

Mette Frederiksen ræðir við fréttamenn í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen ræðir við fréttamenn í Kaupmannahöfn. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, staðfesti síðdegis í dag að liðin í tveimur efstu deildum karla mættu byrja að spila leiki frá og með næsta mánudegi og hefja deildakeppnina eins fljótt og mögulegt er eftir það.

Leikið verður án áhorfenda, æfingar geta hafist án takmarkana á morgun, föstudag, og stjórn deildakeppninnar hefur gefið út að fyrstu leikir verði spilaðir 29. maí.

Félögin í úrvalsdeild karla eiga eftir að spila átta til þrettán leiki, eftir því hvort þau enda í efri eða neðri hluta deildarinnar að 26 umferðum loknum en búið er að spila 24 umferðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert