Hafnaði Liverpool og fór til Ítalíu

Christian Koffi í leik með varaliði Fiorentina.
Christian Koffi í leik með varaliði Fiorentina. Ljósmynd/Fiorentina

Knattspyrnumaðurinn Christian Koffi hafnaði tilboði frá Liverpool þegar hann var 17 ára gamall árið 2018 þar sem hann taldi sig ekki tilbúinn fyrir enska stórliðið. Þess í stað fór hann frá Mónakó og til Fiorentina á Ítalíu. 

„Þetta gerðist allt rosalega fljótt. Það var gott að vita af áhuga Liverpool, en ég var ekki tilbúinn. Þetta var ekki réttur tímapunktur fyrir mig. Ég valdi því Fiorentina og ég vildi læra af Franck Ribery,“ sagði Koffi við Goal. 

Koffi hefur enn ekki leikið með aðalliði Fiorentina, en hann hefur leikið vel með U19 ára liði félagsins sem og varaliðinu. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Frakklands. „Við sjáum til. Kannski kemur annað tilboð frá Liverpool síðar, aldrei segja aldrei,“ bætti leikmaðurinn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert