Skagamaðurinn lagði upp í grannaslag

Arnór Sigurðsson lagði upp.
Arnór Sigurðsson lagði upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

CSKA Moskva hafði betur gegn grönnunum í Spartak Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:0. 

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA og spilaði allan leikinn. Arnór Sigurðsson byrjaði á varamannabekknum og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í stöðunni 1:0. 

Arnór nýtti tímann á vellinum vel því hann lagði upp annað mark CSKA í uppbótartíma er Nikola Vlasic gulltryggði 2:0-sigur. 

CSKA er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig, átta stigum meira en Spartak sem er í sætinu fyrir neðan. Zenit er í toppsætinu með 56 stig. 

mbl.is