Í fyrsta skipti í byrjunarliði

Guðmundur Þórarinsson fyrir leikinn.
Guðmundur Þórarinsson fyrir leikinn. Ljósmynd/@NYCFC

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði New York City FC er liðið mætti Orlando City í bandarísku MLS-deildinni í nótt. 

Máttu Guðmundur og félagar þola 1:3-tap og var Selfyssingurinn tekinn af velli í hálfleik. New York hefur tapað báðum leikjum sínum síðan keppnin hófst aftur á ný eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Tvær um­ferðir höfðu verið leikn­ar í MLS-deild­inni í mars þegar allri keppni var hætt.

Keppn­in átti að vera á þann veg að öll 26 liðin koma sam­an í Or­lando á Flórída, nán­ar til­tekið í Disney World, rétt eins og NBA-körfu­boltaliðin. Leikið verður frá 8. júlí til 11. ág­úst. Hafa lið á borð við Chicago Fire og Nashville hinsvegar dregið sig úr keppninni vegna smita í leikmannahópum sínum. 

Liðunum verður skipt í riðla og leik­in riðlakeppni og síðan út­slátt­ar­keppni. Sig­urliðið vinn­ur sér sæti í Meist­ara­deild Norður- og Mið-Am­er­íku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert