Ensku liðin misheppin með drátt

Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United eru …
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United eru í erfiðum riðli í Meistaradeildinni í ár. AFP

Englandsmeistarar Liverpool leika í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á komandi leiktíð ásamt Ajax, Atalanta og Midtjylland en dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Genf í Sviss í dag.

Liverpool, sem fór með sigur af hólmi í keppninni tímabilið 2018-19, var nokkuð heppið með drátt en bæði Ajax og Atalanta eru þekkt fyrir mikinn sóknarbolta.

Manchester United dróst í H-riðil ásamt PSG, RB Leipzig og Istanbul Basaksehir en PSG lék til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð og RB Leipzig komst alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði einmitt fyrir PSG.

Chelsea er í C-riðlinum ásamt Evrópueildarmeisturum Sevilla, Krasnodar og Rennes og þá fékk Manchester City nokkuð þægilegan drátt en liðið er með Porto, Olympiacos og Marseille í riðli. 

Ögmundur Kristinsson er samningsbundinn Olympiacos og gæti því mætt einu besta liðið í keppninni í ár og þá er Midtjylland, lið Mikaels Andersonar, með Englandsmeisturum Liverpool í riðli.

A-riðill:
Bayern München, Þýskaland
Atlético Madrid, Spánn
Salzburg, Austurríki
Lokomotiv Moskva, Rússland

B-riðill:
Real Madrid, Spánn
Shakhtar Donetsk, Úkraína
Inter Mílanó, Ítalía
Borussia Mönchengladback, Þýskaland

C-riðill:
Porto, Portúgal
Manchester City, England
Olympiacos, Grikkland
Marseille, Frakkland

D-riðill:
Liverpool, England
Ajax, Holland
Atalanta, Ítalía
Midtjylland, Danmörk

E-riðill:
Sevilla, Spánn
Chelsea, England
Krasnodar, Rússland
Rennes, Frakkland

F-riðill:
Zenit frá Pétursborg, Rússland
Borussia Dortmund, Þýskaland
Lazio, Ítalía
Club Brugge,  Belgía

G-riðill:
Juventus, Ítalía
Barcelona, Spánn
Dynamo Kiev, Úkraína
Ferencváros, Ungverjaland

H-riðill:
PSG, Frakkland
Manchester United, England
RB Leipzig, Þýskaland
Istanbul Basaksehir, Tyrkland

Englandsmeistarar Liverpool fengu nokkuð þægilegan drátt.
Englandsmeistarar Liverpool fengu nokkuð þægilegan drátt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert