Freyr hafnaði tilboði dönsku meistaranna

Freyr Alexandersson á góðri stundu.
Freyr Alexandersson á góðri stundu. Eggert Jóhannesson

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðustu ár, hafnaði tilboði frá dönsku meisturunum í Midtjylland. Freyr vildi ekki ganga frá starfi sínu hjá landsliðinu.

„Ég fór í viðræður við þá og fannst þetta ofboðslega spennandi en á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars. Hvorki Midtjylland né KSÍ hafði áhuga á að ég myndi sinna hvoru tveggja og ég gat ekki yfirgefið landsliðið á þeim tíma,“ sagði Freyr við Vísi.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson leikur með Midtjylland og komst liðið á dögunum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er í riðli með Liverpool, Ajax og Atalanta.

Freyr er staddur í Katar þar sem hann verður aðstoðarþjálfari Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið og með því leikur landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka