Gerðum þeim of auðvelt fyrir

Jürgen Klopp fórnar höndum í kvöld.
Jürgen Klopp fórnar höndum í kvöld. AFP

„Þú verður að vinna þér inn réttinn til að komast í undanúrslit. Við gerðum það ekki í kvöld, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Eina jákvæða við þetta er að það er enn þá einn leikur eftir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1:3-tap fyrir Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrstlium Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

„Við spiluðum ekki nógu vel til valda þeim vandræðum og við gerðum þeim of auðvelt fyrir. Svona mistök geta komið upp, en við áttum ekki meira skilið,“ bætti hann við. Klopp kom á óvart í uppstillingunni fyrir leik er hann gaf Naby Keita tækifæri í byrjunarliðinu. Það gekki ekki betur en svo að Klopp tók hann út af í fyrri hálfleik í stöðunni 0:2.

„Hann var ekki sá eini. Þetta var taktísk breyting og ég hefði getað gert mun fleiri skiptingar á því augnabliki,“ sagði Þjóðverjinn.

mbl.is