Jón Dagur skoraði í sigri

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á …
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á EM í mars síðastliðnum. AFP

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum þegar lið hans AGF vann góðan 3:1 sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Kevin Diks kom heimamönnum í AGF í forystu á 8. mínútu en Nordsjælland jafnaði skömmu síðar, á 13. mínútu, með marki Abu Francis.

Jón Dagur kom svo AGF yfir að nýju þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik, á 40. mínútu.

Eftir tæplega klukkutíma leik rak Patrick Mortensen svo smiðshöggið með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur.

AGF getur lægst endað í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, sætinu sem það er í núna, en getur ekki náð efstu tveimur sætunum í dönsku úrvalsdeildinni.

Enn er smá möguleiki á því að AGF nái í þriðja sætið þegar tvær umferðir eru eftir. Fram undan eru leikir gegn tveimur efstu liðunum, Brøndby og Midtjylland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert