Var fáránlega hraður leikur

Joachim Löw kemur skilaboðum áleiðis í kvöld.
Joachim Löw kemur skilaboðum áleiðis í kvöld. AFP

„Þetta var fáránlega hraður leikur,“ sagði Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, í samtali við ZDF eftir 0:1-tap fyrir Frakklandi í München í fyrsta leik liðsins á EM í kvöld. 

„Við börðumst allt til loka og gáfum allt sem við áttum. Það vantaði meiri ógn fram á við og Mats var óheppinn í markinu,“ sagði Löw en Mats Hummels skoraði sjálfsmark sem reyndist sigurmarkið. 

„Við reyndum að spila boltanum okkar á milli en á sama tíma þurftum við að passa að Frakkarnir kæmust ekki í skyndisóknir. Við þurfum að laga nokkra hluti fyrir leikinn á miðvikudag. Við erum allir svekktir með að tapa, en við getum enn komist langt,“ sagði Löw. 

Þýskaland mætir Portúgal í öðrum stórleik á laugardaginn kemur á meðan Frakkland mætir Ungverjalandi. 

mbl.is