Fimm Ítalir í úrvalsliði EM

Leonardo Bonucci og Gianluigi Donnarumma eru báðir í úrvalsliðinu.
Leonardo Bonucci og Gianluigi Donnarumma eru báðir í úrvalsliðinu. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað úrvalslið Evrópumótsins í knattspyrnu karla sem fór fram víðs vegar um Evrópu undanfarinn mánuð.

Fimm leikmenn Evrópumeistara Ítalíu eru í liðinu, auk þriggja leikmanna úr silfurliði Englands.

Danmörk, Spánn og Belgía eiga svo einn fulltrúa hvert.

Úrvalsliðið sterka, sem er stillt upp í leikkerfið 4-3-3 , lítur svona út:

Markvörður:
Gianluigi Donnarumma (Ítalía)

Varnarmenn:
Kyle Walker (England)
Leonardo Bonucci (Ítalía)
Harry Maguire (England)
Leonardo Spinazzola (Ítalía)

Miðjumenn:
Pierre-Emile Höjbjerg (Danmörk)
Jorginho (Ítalía)
Pedri (Spánn)

Sóknarmenn:
Federico Chiesa (Ítalía)
Romelu Lukaku (Belgía)
Raheem Sterling (England)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert