Mikael með veiruna

Mikael Anderson
Mikael Anderson Ljósmynd/Szilvia Micheller

Mika­el And­er­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, hefur greinst með kórónuveiruna og er kominn í einangrun.

Íslendingurinn spilar með Midtjylland í Danmörku en liðið sló í gær út skoska stórliðið Celtic í Meistaradeild Evrópu. Mikael hafði verið í byrjunarliði Midtjylland í Glasgow í síðustu viku og í deildarleik um síðustu helgi en var nokkuð óvænt ekki í leikamannahópnum í gær.

Nú hefur félagið staðfest á heimasíðu sinni að leikmaðurinn sé með veiruna og sé kominn í einangrun. Segir þar að hann hafi verið slappur í gær og því farið í skimun. Það hafi svo komið í ljós í morgun að hann væri með veiruna. Allir aðrir leikmenn voru einnig skimaðir en virðast hafa sloppið.

mbl.is