Tékkar náðu í stig til Hollands

Vivianne Miedema fagnar jöfnunarmarkinu ásamt samherjum sínum.
Vivianne Miedema fagnar jöfnunarmarkinu ásamt samherjum sínum. AFP

Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom til bjargar fyrir Evrópumeistara Hollands þegar liðið gerði 1:1 jafntefli í riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu í kvöld. 

Riðillinn fór af stað í kvöld og gerði Holland jafntefli gegn Tékklandi 1:1. Óvænt úrslit þótt Tékkland hafi náð góðum úrslitum í síðustu undankeppni HM. Þá var Tékkland einnig með Íslandi í riðli og gerðu liðin tvívegis 1:1 jafntefli. 

Andrea Staskova kom Tékklandi yfir í upphafi síðari hálfleiks í kvöld en Miedema jafnaði á 83. mínútu. 

Í C-riðli Ísland fór fram annar leikur en þar burstaði Hvíta Rússland lið Kýpur 4:1 í Hvíta-Rússlandi. Ísland tekur á móti Hollandi í Laugardalnum eftir fjóra daga. 

mbl.is