Í fyrsta sinn ekki meðal fimm efstu

Cristiano Ronaldo varð sjötti.
Cristiano Ronaldo varð sjötti. AFP

Birt hefur verið hverjir enduðu í sjötta til tíunda sæti í kjöri France Football á besta knattspyrnumanni heims 2021 og þar kemur í ljós að Cristiano Ronaldo er í fyrsta sinn í ellefu ár ekki meðal þeirra fimm efstu í kjörinu.

Ronaldo hafnaði í sjötta sæti að þessu sinni en hann hefur fimm sinnum hlotið Gullboltann, Ballon D'Or. Aðeins Lionel Messi hefur fengið hann oftar, sex sinnum, en Messi er einn þeirra fimm sem eftir eru og fljótlega verður opinberað hver hlýtur verðlaunin eftirsóttu í ár.

Mohamed Salah hjá Liverpool varð sjöundi, Kevin De Bruyne hjá Manchester City áttundi, Kylian Mbappé hjá París SG níundi og Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan tíundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert