Goðsögn rekin eftir einungis 11 leiki

Andrey Shevchenko.
Andrey Shevchenko. AFP

Úkraínumanninum Andriy Shevchenko hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Genoa.

Shevchenko tók við Genoa í nóvember á síðasta ári og stýrði liðinu einungis í 11 leikjum. Síðasti leikur hans var 3:1 tap gegn AC Milan í ítalska bikarnum.

Shevchenko átti frábæran feril sem knattspyrnumaður en hann lék m.a. með AC Milan og Chelsea. Hann þjálfaði úkraínska landsliðið árin 2016-2021 og stýrði því m.a. í átta liða úrslit á EM 2020, í fyrsta skiptið í sögunni.

Genoa eru í 19. og næst neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Ljóst er að eftirmaður Shevchenko á stórt verkefni fyrir höndum að reyna að bjarga liðinu frá falli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert