ÍA áfram í bikarnum

ÍA er komið áfram í bikarnum.
ÍA er komið áfram í bikarnum. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

ÍA vann Sindra 2:1 í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á Akranesi í dag.

ÍA er þar með annað liðið til að tryggja sig inn í 16-liða úrslitin en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Völsung á þriðjudaginn.

6 lið fara í heildina áfram úr 2. umferð í 16-liða úrslitin en þar bætast svo við liðin 10 úr Bestu deildinni.

mbl.is