Rooney hæstánægður með Guðlaug Victor

Guðlaugur Victor Pálsson á 29 A-landsleiki.
Guðlaugur Victor Pálsson á 29 A-landsleiki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri DC United fór fögrum orðum um íslenska landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson.

Guðlaug Victor fór beint inn í byrjunarliðið eftir að vinnuleyfi hans var samþykkt. Hann spilaði allan leikinn í nótt þegar liðið tapaði 0:1 gegn New Eng­land Revoluti­on

„Hann hefur beðið órólegur eftir að geta æft og spilað. Ég er hæstánægður með hann á æfingum svo hann mun vissulega taka þátt. Hann er náttúrulegur leiðtogi. Hann mun koma með sína leiðtogahæfni inn í liðið sem við þurfum á að halda,“ sagði sjálfur Wayne Rooney á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Ljósmynd/DC United

 Wayne Rooney þarf vart að kynna en til að rifja upp þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og meðal annars vann hann ensku deildina fimm sinnum. Hann er fyrrum fyrirliði Englands og markahæsti leikmaður landsliðsins með 53 mörk í 120 leikjum. Ekki slæmt fyrir Guðlaug Victor að fá hrós frá þessum magnaða leikmanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert