Myndi gleðja fólkið mikið að ná góðum árangri

Heimir Hallgrímsson vonast til þess að leika eftir afrek sín …
Heimir Hallgrímsson vonast til þess að leika eftir afrek sín með íslenska karlalandsliðið á Jamaíku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson á mjög góðar minningar frá Jamaíku eftir að hafa eytt sumarfríi sínu á eyjunni fyrir tíu árum síðan ásamt eiginkonu sinni, Írisi Sæmundsdóttur.

Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíku á föstudaginn síðasta og skrifaði hann undir fjögurra ára samning við jamaíska knattspyrnusambandið.

Hann var aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck með karlalandsliðið frá 2011 til 2013 áður en hann og Lagerbäck stýrðu liðinu saman fram yfir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Heimir stýrði liðinu svo einn eftir það en lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Þá hefur hann einnig þjálfað karla- og kvennalið ÍBV á þjálfaraferlinum.

„Aðdragandinn var ansi stuttur og eftir að forráðamenn jamaíska knattspyrnusambandsins höfðu fyrst samband við mig gerðust hlutirnir hratt,“ sagði Heimir í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert