Knattspyrnusamböndin staðfesta sameiginlega umsókn

Andriy Pavelko, forseti Knattspyrnusambands Úkraínu, glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag.
Andriy Pavelko, forseti Knattspyrnusambands Úkraínu, glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag. AFP/Gabriel Monnet

Forsetar knattspyrnusambanda Spánar, Portúgal og Úkraínu, staðfestu í sameiningu á blaðamannafundi í dag að þau muni í sameiningu sækja um að halda HM 2030 í knattspyrnu karla.

Í gær var greint frá því að það stæði til að Úkraína myndi bætast í hópinn eftir að Spánn og Portúgal höfðu tilkynnt það fyrir tveimur árum síðan að þjóðirnar myndu fara þess á leit við FIFA að fá að halda HM 2030.

„Hið konunglega spænska knattspyrnusamband og portúgalska knattspyrnusambandið hafa fellt knattspyrnusamband Úkraínu inn í umsókn þjóða Íberíuskaga um að fá að skipuleggja HM 2030,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Spánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert