Bjarni tapaði sér í fagnaðarlátunum (myndskeið)

Bjarni Mark Antonsson gekk til liðs við Start í upphafi …
Bjarni Mark Antonsson gekk til liðs við Start í upphafi ársins. Ljómsmynd/Start

Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður norska B-deildarliðsins Start, tók þátt í hádramatískum sigri liðsins á KFUM Ósló síðastliðið mánudagskvöld, sigri sem var mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar.

Bjarni Mark kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik í stöðunni 1:1.

Skömmu síðar komust gestirnir í KFUM yfir en Start náði að jafna metin átta mínútum fyrir leikslok.

Á þriðju mínútu uppbótartíma Joacim Holtan svo sigurmark Start og tryggði frækinn 3:2-sigur, sem fleytti liðinu upp fyrir KFUM og í þriðja sæti B-deildarinnar.

Bjarna Mark leiddist ekki þetta sigurmark og birti Start skemmtilegt myndskeið af fagnaðarlátum Siglfirðingsins á Twitteraðgangi sínum í dag.

Í taumlausri gleði vissi hann ekki fyllilega hvað hann ætti að gera við sjálfan sig og má sjá myndskeiðið skondna hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert