Kemur að því að taka stærra skref

Hákon Arnar Haraldsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Kaupmannahöfn.
Hákon Arnar Haraldsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Kaupmannahöfn. AFP/Liselotte Sabroe

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann er samningsbundinn stórliði København í Danmörku.

Hákon Arnar, sem er einungis 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA á Akranesi en hann gekk til liðs við danska félagið sumarið 2019. Hann var í stóru hlutverki á síðustu leiktíð þegar København varð Danmerkurmeistari í fjórtánda sinn í sögu félagsins.

„Mér hefur gengið mjög vel síðan ég flutti til Danmerkur,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Morgunblaðið.

„Hlutirnir hafa gerst ansi hratt ef svo má segja og ég get ekki sagt að ég hafi búist við því að vera á þeim stað sem ég er á í dag, fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar ég byrjaði að æfa með aðalliðinu. Ég er mjög sáttur við þann stað sem ég er kominn á í dag,“ sagði Hákon.

„Fyrstu mánuðirnir mínir hérna úti voru sérstakir. Þetta var auðvitað allt annað dæmi en það sem maður var vanur heima á Íslandi. Það var allt svo fagmannlegt ef svo má segja, meira að segja umgjörðin í kringum unglingaliðin, og það kom mér virkilega á óvart hversu stórt þetta var. Þetta er auðvitað risaklúbbur og það er staðið mjög vel að hlutunum hérna, og starfsfólkið er frábært.

Ítarlegt viðtal við Hákon má sjá í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert