Birkir og félagar taplausir

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason.
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason og liðsfélagar hans í Brescia unnu Ternana 1:0 í B-deildinni á Ítalíu í dag og liðið er taplaust á tímabilinu.

Birkir spilaði allan leikinn á miðjunni og liðið er eftir þennan sigur með 13 stig eftir sjö leiki og er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik.

Birkir kom til Brescia frá Viking fyrir tímabilið og hefur spilað í sex af sjö leikjum liðsins.

 Hjörtur Hermannsson kom ekki til sögu þegar lið hans, Pisa, vann 2:1 sigur á Cittadella. Pisa er nú í 13. sæti í B-deildinni með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka