Albert ekki í landsliðshópnum

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu karla hefur tilkynnt landsliðshópinn  sem mætir Hollandi og Englandi í vináttuleikjum í júní. 

Hareide velur 24 leikmenn en liðið mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní. Enginn nýliði er í hópnum en tíu leikmenn úr verkefni landsliðsins í Bandaríkjunum í janúar eru valdir.

Albert Guðmundsson er ekki í leikmannahópnum en einnig vantar Alfreð Finnbogason, Hjört Hermannsson og Guðlaug Victor Pálsson sem eru meiddir. Inn koma Brynjar Ingi Bjarnason, Hlynur Freyr Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason.

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður er enn utan hóps en hann var heldur ekki valinn í hópinn sem mætti Ísrael og Úkraínu í úrslitakeppni um sæti á EM í sumar. 

Arnór Sigurðsson er í hópnum en hann hefur ekki spilað fótbolta síðan hann meiddist illa gegn Ísrael í mars.

Hópurinn

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 9 leikir
Elías Rafn Ólafsson - Mafra - 6 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking - 4 leikir

Varnarmenn:
Sverrir Ingi Ingason - Midtjylland - 49 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Twente - 21 leikur
Daníel Leó Grétarsson - Sönderjyske - 17 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörk
Guðmundur Þórarinsson - OFI Krít - 15 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby - 10 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - Haugesund - 1 leikur

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 91 leikur, 8 mörk
Arnór Ingvi Traustason - Norrköping - 56 leikir, 6 mörk
Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers - 31 leikur, 2 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg - 19 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - Lille - 17 leikir, 3 mörk
Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia - 2 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 1 leikur

Sóknarmenn:
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby - 22 leikir, 6 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 15 leikir, 1 mark
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 8 leikir, 2 mörk

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka