Lygilegar launatölur hjá Messi

Lionel Messi þénar vel.
Lionel Messi þénar vel. AFP/Megan Briggs

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi á fyrir salti í grautinn næstu mánuði en eins og gefur að skilja er hann langlaunahæsti leikmaður MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.

Hann þénar um 20,5 milljónir dollara árlega hjá Inter Miami. Þá þenar hann um 70 milljónir dollara í auglýsingatekjur ofan á milljónirnar 20,5 hjá félagi sínu.

Messi þénar meira heldur en heilu leikmannahópar allra liða deildarinnar nema Toronto, Chicago Fire og Nashville.

Miami greiðir um 41,7 milljónir dollara í laun árlega. Toronto kemur þar á eftir með 31,4 milljónir, Chicago Fire með 25,1 milljón og Nashville 21,4 milljónir. Önnur félög greiða öllum leikmannahópnum sínum lægri laun en Messi fær einn árlega.

St Louis, félag Nökkva Þeys Þórissonar, greiðir lægstu launin í deildinni, eða 12 milljónir dollara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka