Gott lið og björt framtíð

Rúnar Freyr Rúnarsson fagnar með Íslandsbikarinn.
Rúnar Freyr Rúnarsson fagnar með Íslandsbikarinn. mbl.is/Þórir Tryggvason

„Þetta er frábært og það er sérstaklega sætt að vinna titilinn fyrir framan fulla höll af áhorfendum,“ sagði Rúnar Freyr Rúnarsson, leikmaður Skautafélags Akureyrar, kampakátur við Morgunblaðið eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í íshokkí í gærkvöld. Þeir lögðu þá Björninn, 6:2, á sannfærandi hátt í oddaleik liðanna í Skautahöllinni á Akureyri.

„Við erum í betra formi, með meiri breidd og frábæra unga stráka. Sumir þeirra sem stóðu sig eins og hetjur í kvöld eru einungis um sextán ára gamlir sem sýnir hvað við erum með gott lið og bjarta framtíð."

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um úrslitaleikinn í máli og myndum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Leikmenn SA fagna sigrinum í leikslok.
Leikmenn SA fagna sigrinum í leikslok. mbl.is/Þórir Tryggvason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »