Taka extra sterka smokka með til Ríó

Ástralskir Ólympíufarar taka extra sterka smokkar með sér til Ríó. …
Ástralskir Ólympíufarar taka extra sterka smokkar með sér til Ríó. Athugið að smokkurinn á EKKI að snúa eins og á meðfylgjandi mynd. mbl.is/Eggert

Áströlskum Ólympíuförum mun standa til boða að pakka niður extra sterkum smokkum áður en lagt verður í hann til Brasilíu þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í sumar. Ástæðan mun vera sú að koma í veg fyrir smit á zika-veirunni. Áströlsk yfirvöld greindu frá þessu fyrr í dag.

Brasilía hefur verið í sviðsljósinu vegna zika-veirunnar sem greindist þar í landi í maí í fyrra. Zika-veiran berst með moskítóflugum og smitast á milli manna þegar flugurnar sjúga blóð. Helstu einkenni sýkingarinnar eru hiti, útbrot, tárubólga og vöðvaverkir. Einkenni koma yfirleitt fram 2-7 dögum eftir bit og standa yfir í 2-7 daga.  

Lækn­ar í Bras­il­íu telja nú að zika-veir­an sé enn hættu­legri en talið var í fyrstu. Tengsl gætu verið á mik­ill sjúk­dóms­ins og galla í tauga­kerfi og það gæti haft áhrif á börn allt að fimmt­ungs þungaðra kvenna. Bólu­efni gegn veirunni er enn ekki komið fram.

Smokkar verða fáanlegir í sjálfsölum í Ólympíuþorpinu, en áströlsk yfirvöld kjósa að taka enga óþarfa sénsa og vilja sjá keppnisfólki sínu fyrir auka öryggi, þó að ekki sé nema til að róa huga þess. „Heilsa og velferð Ólympíuliðsins skiptir öllu máli,“ segir Kitty Chiller, fararstjóri ástralska Ólympíuhópsins.

Fyrirtækið Starpharma framleiðir extra sterku smokkana sem Ólympíufararnir munu taka með sér, og að sögn talsmanns fyrirtækisins innihalda smokkarnir sleipiefni sem minnkar líkur á kynsjúkdómasmiti og öðru smiti.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ráðlagt ófrískum konum að ferðast ekki til Rio de Janeiro og hefur brýnt fyrir íþróttadólki og ferðamönnum að gera ráðstafanir til að forðast smit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert