Frystir sæði fyrir Ólympíuleikana

Greg Rutherford og kærasta hans taka enga áhættu.
Greg Rutherford og kærasta hans taka enga áhættu. AFP

Breski langstökkvarinn Greg Rutherford er við öllu búinn vegna hættunnar sem zika-veiran gæti skapað á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í Brasilíu í ágúst.

Kærasta hans, Susie Verrill, tilkynnti að þau hefðu ákveðið að frysta sæði úr Rutherford áður en hann heldur til keppni í Ríó. „Fréttirnar af zika-veirunni valda okkur áhyggjum,“ sagði Verrill.

„Við tókum ákvörðun um að frysta sæði úr Greg. Það er eitthvað sem við viljum ekki þurfa að breyta,“ bætti Verrill við en hún ætlar ekki að fylgja ríkjandi ólympíumeistara til Brasilíu.

„Við erum ekki fólk sem hefur áhyggjur af öllu mögulegu. Hins vegar eftir að meira en 100 sérfræðingar segja að færa ætti staðsetningu leikanna til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þá hugsar maður. Því fer ég ekki,“ sagði Verrill en hún og tveggja ára sonur hennar og Rutherford fylgjast með leikunum frá heimalandinu.

„Við viljum eignast fleiri börn og ætlum ekki taka neina áhættu varðandi þá möguleika.“

Zika-veir­an smit­ast gjarn­an með biti moskítóflugna.
Zika-veir­an smit­ast gjarn­an með biti moskítóflugna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert