Murray dregur sig úr keppni

Andy Murray.
Andy Murray. AFP

Bret­inn Andy Murray, einn besti tenniskappi heims, gaf það út í morgun að hann hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska meistaramótinu sem hefst síðar í þessum mánuði. Þrálát meiðsli í mjöðm eru ástæða þess.

Murray þurfti einnig að draga sig úr keppni á Bris­bane-mót­inu í Ástr­al­íu á dögunum en hann hélt enn í vonina að taka þátt á Opna ástr­alska, sem er fyrsta risamót ársins. Nú er hins vegar ljóst að af því verður ekki.

Murray hef­ur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði og ekki spilað að ráði síðan í júlí, en það hef­ur gert það að verk­um að hann er fall­inn niður í 16. sæti heimslist­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert