Serena Williams fær háa sekt

Serena Williams felldi tár í verðlaunaafhendingunni.
Serena Williams felldi tár í verðlaunaafhendingunni. AFP

Ein skærasta tennisstjarna heims, Serena Williams, hefur verið sektuð um 17.000 bandaríkjadollara fyrir hegðum sína í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í nótt. 

Williams var allt annað en sátt við Carlos Ramos, dómara leiksins, er hún tapaði fyrir Naomi Osaka. Var henni þrisvar refsað í leiknum og fær hún sekt fyrir hvert brot fyrir sig. Sektin verður sjálfkrafa dregin af verðlaunafénu, sem er um 1,8 milljónir dollara.

Serena Williams brást illa við dómi Ramos og kallaði hann þjóf meðan á leik stóð og karlrembu á blaðamannafundi eftir leikinn.  

mbl.is