Williams segir dómarann vera karlrembu

Serena Williams fleygir tennisspaðanum sínum í jörðina í gærkvöldi.
Serena Williams fleygir tennisspaðanum sínum í jörðina í gærkvöldi. AFP

Ótrúleg uppákoma Serenu Williams og dómarans í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Stórstjarnan Williams laut í lægra haldi í tveimur settum, 6:2 og 6:4, gegn Naomi Osaka frá Japan en leikurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Williams var allt annað en sátt við dómara leiksins sem refsaði henni í þrígang og brást hún ókvæða við. Á blaðamannafundi eftir einvígið ásakaði hún dómarann svo um karlrembu.

„Ég hef séð karlmenn kalla dómara ýmsum nöfnum og ég er hér að berjast fyrir kvenréttindum og jafnrétti,“ sagði Williams á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi eftir úrslitin.

„Að ég kalli hann þjóf og hann dæmi á mig víti er, fyrir mér, kynjamisrétti. Hann hefur aldrei gert þetta við karlmann og ég er gáttuð yfir þessu. Ég þarf að ganga í gegnum þetta í dag og það gekk ekki upp hjá mér en mun gera það hjá næstu konu út af því sem gerðist núna,“ bætti hún við og fékk lófatak frá viðstöddum blaðamönnum.

Serena Williams sést hér rífast við dómarann, Carlos Ramos, á …
Serena Williams sést hér rífast við dómarann, Carlos Ramos, á meðan á leik stóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert