Voru sáttar við bronsið

Bronsverðlaunahafar (f.v.), Hekla Björt Birkisdóttir, Birta Ósk Þórðardóttir, Harpa Jóhannsdóttir, …
Bronsverðlaunahafar (f.v.), Hekla Björt Birkisdóttir, Birta Ósk Þórðardóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Halla Sóley Jóhannsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Hildur Heiðmundsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Bryndís Guðnadóttir, Helga María Hjaltadóttir og Adela Björt Birkisdóttir. Ljósmynd/Steinunn Anna Svansdóttir

„Við bættum okkur mikið frá undanúrslitunum, sem er í sjálfu sér frábært. Það var ljóst að Svíar og Danir væru einnig með hörkulið. Niðurstaðan er þriðja sætið og við erum ógeðslega ánægðar með það,“ segir Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum, í Morgunblaðinu í dag, en sveitin hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Portúgal.

Íslenska sveitin fékk samtals 52.550 stig. Svíar fóru hreinlega á kostum í keppninni og fengu samtals 55.000 stig og Danir 53.075 stig. Finnar voru í fjórða sæti, nokkuð á eftir íslenska liðinu. Norðmenn höfnuðu í fimmta sæti og Bretar voru sjöttu. Danirnir fengi 1.100 stigum meira en íslenska liðið fyrir dansinn og það munaði um minna þegar upp var staðið. Íslenska stúlknasveitin fékk 800 stigum meira í undankeppninni á miðvikudag.

„Gólfæfingar vega svo þungt og þar vantaði okkur aðeins upp á. Handstaðan var ekki nógu góð, það dró okkur aðeins niður. Fiberdýnustökkin okkar voru sjúklega góð en það vantaði eitthvað lítið í viðbót í trampolínstökkunum. En við erum í sjöunda himni með árangurinn og ánægðar eftir að hafa lagt hart að okkur. Við komumst á pallinn,“ sagði Hekla Björt enn fremur og brosti breitt.

Sjá samtal við Heklu Björt í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert