Vanvirðing en viðbrögðin út úr kortinu

Tyrkir fögnuðu með sínum stuðningsmönnum eftir sigurinn á Frökkum á …
Tyrkir fögnuðu með sínum stuðningsmönnum eftir sigurinn á Frökkum á laugardag. AFP

„Ég skil alveg að upplifun Tyrkja af atvikinu sé að þetta sé vanvirðing og ég get tekið undir það að ýmsu leyti, óháð því hver gerði þetta,“ segir stjórnmálafræðingurinn Sema Erla Serdar, sem er tyrknesk í föðurættina, þar sem hún ræðir „burstamálið“ í Leifsstöð.

Maður­inn sem beindi uppþvotta­bursta að Emre Belözoglu, fyr­irliða knatt­spyrnu­landsliðs Tyrk­lands í Leif­stöð í gær, heit­ir Cor­ent­in Siam­ang og er frá Belg­íu. Tyrk­nesku leik­menn­irn­ir voru afar óhress­ir með mikl­ar taf­ir í Leifs­stöð í gær og reiðin magnaðist þegar sást í uppþvottaburstann þegar fjölmiðlar ræddu við leikmenn við komuna til landsins.

Sema segir að auðvitað sé atvikið móðgandi en fyrirliðinn, og hennar uppáhalds knattspyrnumaður, Emre fái uppþvottabursta að andlitinu eftir langt og strangt ferðalag. 

„Hver sem lendir í svona upplifir það mögulega sem vanvirðingu. Viðbrögðin í kjölfarið hafa samt verið gjörsamlega út úr kortinu. Sérstaklega hjá nettröllum, tyrkneskum, íslenskum og öðrum,“ segir Sema.

Ísland fagnaði sigri síðast þegar þjóðirnar mættur, 6. október 2017.
Ísland fagnaði sigri síðast þegar þjóðirnar mættur, 6. október 2017. AFP

Svona burstar oft notaðir til að þrífa klósett í Tyrklandi

Ýmsir hafa komið með skýringar á samfélagsmiðlum að það sé sérstaklega móðgandi að ota klósettbursta að Tyrkja en margir Tyrkir héldu að um klósettbursta væri að ræða. Sema segir að fyrir utan hið augljósa, að það sé vanvirðing fólgin í því að ota hreinsibursta að fyrirliða Tyrklands, hafi hún ekki frekari skýringar á því að burstinn sé sérstaklega viðkvæmur fyrir Tyrki. Ekki nema kannski að því leiti að uppþvottabursti eins og þessi er oft notaður til að þrífa klósett í Tyrklandi.

„Ég hef heyrt ýmsar túlkanir eins og að þarna sé skítugi Tyrkinn mættur og það eigi að þrífa hann en ég þekki þetta ekki. Auðvitað er þetta vanvirðing sama hver á í hlut og eitthvað sem flest fólk gerir ekki,“ segir Sema.

Sema Erla Sedar vonast eftir góðum og skemmtilegum leik annað …
Sema Erla Sedar vonast eftir góðum og skemmtilegum leik annað kvöld.

Leikmenn hættir að hugsa um komuna til landsins

Dagurinn á morgun verður eins og þjóðhátíð hjá henni og hún hlakkar mikið til leiksins. Spurð með hvoru liðinu hún haldi segist Sema halda með báðum. „Ég held að ég vinni, sama hvað og vonast bara til þess að sjá góðan og skemmtilegan leik.

Tyrkir sigruðu heimsmeistara Frakka 2:0 á laugardagskvöld og voru afar sannfærandi í þeim leik. Sema segir að það sé gaman að sjá eitthvert líf aftur í tyrkneska landsliðinu og gerir ráð fyrir því að leikmannahópurinn hugsi ekki meira um komuna til Íslands.

„Ég held að þeir hafi jafnað sig á þessu núna og ætli sér að standa sig vel á morgun,“ segir Sema en leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld á Laugardalsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert