Sjöunda Íslandsmetið og annað Norðurlandametið

Anton Sveinn McKee er að eiga stórkostlegt mót í Glasgow.
Anton Sveinn McKee er að eiga stórkostlegt mót í Glasgow. Ljósmynd/SSÍ

Anton Sveinn McKee bætti við sjöunda Íslandsmetinu í áttunda sundi sínu á Evrópumótinu í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á 56,79 sekúndum. 

Anton er fyrsti Íslendingurinn til að synda 50 metra bringusund á undir 57 sekúndum og það sem meira er, fyrsti Norðurlandabúinn til að synda vegalengdina á undir 57 sekúndum og setti hann því nýtt Norðurlandamet. Anton er kominn með tvö slík á mótinu til þessa. 

Amo Kamminga frá Hollandi kom fyrstur í mark á 56,06 sekúndum og Ilya Shymanovich, sem setti Evrópumet í undanúrslitum, var annar á 56,42 sekúndum. Fabio Schozzolo frá Ítalíu kom þriðji í mark á 56,55 sekúndum. 

Anton hefur því lokið keppni í einstaklingsgreinum á Evrópumótinu. Hann getur gengið stoltur frá mótinu því hann bætti sjö Íslandsmet og tvö Norðurlandamet og hafnaði í 7. sæti í 50 metra bringusundi, 4. sæti í 200 metra bringusundi og 6. sæti í 100 metra bringusundi. 

mbl.is