Vonar að KSÍ taki á málinu af hörku

Leikmaður Skallagríms gerðist sekur um kynþáttaníð á síðasta föstudag.
Leikmaður Skallagríms gerðist sekur um kynþáttaníð á síðasta föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í október 2019 skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Sorglegt að þurfa ræða kynþáttaníð árið 2019“. Í dag, rúmum níu mánuðum síðar á árinu 2020, er ég aftur að skrifa svipaðar fréttir en núna tengjast þær knattspyrnuleik í 4. deild karla sem fram fór í Borgarnesi. Í leiknum gerðist leikmaður Skallagríms sekur um kynþáttaníð í garð leikmanns Berserkja, sem er fæddur í Hafnarfirði svo því sé haldið til haga. Leikmaður Berserkja var kallaður „Apaköttur“ og sagt að „drulla sér aftur heim til Afríku“.

Það var Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkinga, sem vakti fyrst athygli á málinu á Twitter síðastliðið föstudagskvöld og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skallagrímur sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og leikmaður Skallagríms gerði það sömuleiðis á sunnudaginn en hann hefði ef til vill mátt láta einhvern lesa hana yfir.

Ekki verða höfð fleiri orð um yfirlýsingu leikmanns Skallagríms önnur en þau að þótt orð hans hafi ekki átt að vera rasísk að hans mati skiptir það litlu sem engu máli. Það eina sem skiptir máli er hvernig leikmaður Berserkja upplifði þessi orð í sinn garð og að því þarf ekki einu sinni að spyrja. Þá hefur leikmaður Skallagríms áður gerst sekur um kynþáttaníð, sem fær mann til að velta því fyrir sér hvað honum gengur til.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert