Gömlu æfingafélagarnir að taka yfir heiminn

„Stundum horfir maður til baka og hugsar hvað ef,“ sagði Snorri Einarsson, fremsti skíðagöngumaður þjóðarinnar, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Snorri var í norska landsliðinu í norrænum greinum áður en hann ákvað að keppa fyrir Íslands hönd árið 2016.

Hans Christer Holund, nýkrýndur heimsmeistari í 15 km göngu með frjálsri aðferð, var æfingafélagi Snorra í norska landsliðinu en margir af hans gömlu liðsfélögum hafa verið að gera það gott á undanförnum árum.

„Sá sem vinnur HM núna, Hans Christer Holund, var æfingafélagi minn, við æfðum saman og ég vann hann reglulega,“ sagði Snorri.

„Hann og allir hinir eru að taka yfir heiminn nema ég. Á sama tíma er ég ekki óánægður með mitt líf því ef ég hefði ekki farið í íslenska liðið hefði ég ekki kynnst konunni minni sem dæmi,“ sagði Snorri meðal annars.

Viðtalið við Snorra í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert