Hagur Valgerðar vænkast

Valgerður Guðsteinsdóttir.
Valgerður Guðsteinsdóttir.

Valgerður Guðsteinsdóttir, atvinnumaður í hnefaleikum, sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að hún hafi samið við umsvifamikinn umboðsmann í hnefaleikabransanum. 

Umboðsmaðurinn heitir Artan Verbica og er hjá umboðsskrifstofunni Kosova Boxing. Valgerður fagnar þessu mjög en í tilkynningunni kemur fram að Patricia Berghult Svensson frá Svíþjóð sé einnig á samningi hjá Verbica en Patricia er heimsmeistari í veltivigt. 

Í tilkynningunni segir Valgerður að með þessu vonist hún til að fá betri samninga og fá greitt fyrir bardaga. En einnig geti þetta hjálpað henni að fá fleiri fleiri tækifæri í hringnum. Þar sem hún geti ekki verið atvinnumaður í hnefaleikum á Íslandi þá sé hún í raun atvinnumaður í Svíþjóð og sé með sænskt keppnisleyfi. Það hafi reynst henni erfitt að fá tækifæri undir þeim kringumstæðum en það standi til bóta með reyndan umboðsmann í sínu horni.

Valgerður Guðsteinsdóttir og Þorsteinn Helgi Sigurðarson er þau tóku við …
Valgerður Guðsteinsdóttir og Þorsteinn Helgi Sigurðarson er þau tóku við viðurkenningum sínum sem hnefaleikafólk árins 2016. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is