Bætti sinn besta árangur í Búdapest

Steingerður Hauksdóttir stóð sig vel í Búdapest í morgun.
Steingerður Hauksdóttir stóð sig vel í Búdapest í morgun. Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson

Steingerður Hauksdóttir bætti sinn besta árangur í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi í dag.

Steingerður kom í mark á tímanum 29,43 sekúndur í undanrásum og varð þriðja í sínum riðli en hennar besti tími í greininni  á þessu ári var 29,49 sekúndur. Hennar besti tími í greininni er 29,46 sekúndur.

Íslandsmetið í greininni, 28,53 sekúndur, á Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem hún setti í Búdapest á HM50 árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert