Bikarúrslitaleikirnir verða utan höfuðborgarinnar

Fram varð síðast bikarmeistari kvenna í handknattleik eftir úrslitaleik gegn …
Fram varð síðast bikarmeistari kvenna í handknattleik eftir úrslitaleik gegn KA/Þór. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Bikarkeppnunum fyrir árið 2021 var frestað síðasta vetur, bæði í handknattleik og körfuknattleik, en keppnirnar voru ekki slegnar af. Nú styttist í að bikarkeppnirnar haldi áfram. Að óbreyttu verður ljóst 18. september hverjir verða bikarmeistarar í körfunni og 2. október hverjir verða bikarmeistarar í handboltanum. Í blakinu tókst að ljúka keppni í Kjörís-bikarnum í mars.

„Fyrstu leikirnir verða fimmtudaginn 9. september. Við munum í framhaldinu spila 16-liða og 8-liða úrslit karla og kvenna. Væntanlega verður spilað á fimmtudegi, föstudegi, mánudegi og þriðjudegi,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær.

Úrslitahelgin svokallaða verður um mánaðamótin. Undanúrslitaleikir kvenna verða miðvikudaginn 29. september og undanúrslitaleikir karla verða 30. september. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 2. október. Nú er hins vegar ekki hægt að leika í Laugardalshöllinni því þar er unnið að viðgerðum og mun hún ekki verða opnuð fyrr en eftir einhverja mánuði.

„Ég reikna með að við spilum „final four“ á Ásvöllum. Haukarnir hafa verið okkur velviljaðir og þar höfum við spilað landsleiki eftir að Laugardalshöll var lokað. Ég býst við að það verði niðurstaðan,“ sagði Róbert en segir að hólfaskipting sé ekki einföld eins og sóttvarnarreglurnar eru um þessar mundir.

„Takmarkanir eru aðallega út af hólfaskiptingum. Eins og staðan er núna þá eru tvö hundruð í hverju hólfi. Fyrir okkur í innanhússíþróttunum þá getur þetta verið flókið í framkvæmd í kringum stærri viðburði. Það getur verið erfitt að skipta þessum húsum upp í hólf. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þróunin verður næstu vikurnar varðandi samkomutakmarkanir. Einnig varðandi reglur í sambandi við sóttkví almennt. Við sjáum núna að nokkur lið í fótboltanum eru í sóttkví,“ sagði Róbert Geir Gíslason.

Undanúrslitin hjá KKÍ verða ekki á hlutlausum leikstað

Enn styttra er í að bikarkeppnin haldi áfram í körfuknattleiknum. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, tjáði Morgunblaðinu að fyrstu leikirnir verði í þessum mánuði.

Stjarnan varð síðast bikarmeistari karla í körfuknattleik eftir sigur á …
Stjarnan varð síðast bikarmeistari karla í körfuknattleik eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

„Leikið verður í forkeppni 29. ágúst. Við þurftum að breyta fyrirkomulagi keppninnar og settum þá liðin sem voru í 1. deild síðasta vetur í forkeppni. Þau leika um að komast í 16-liða úrslit fyrir utan að Selfoss og Hrunamenn sögðu sig frá þátttöku. Fyrir vikið fara Breiðablik og Vestri beint í 16-liða úrslitin [lið sem leika í úrvalsdeildinni í vetur]. Leikið verður 5. og 6. september í 16-liða úrslitum hjá körlum og konum, en flestir leikirnir verða 6. september.

Fréttaskýringuna má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert