Einn sá besti frá í nokkrar vikur

Russell Wilson meiddist á fingri um helgina.
Russell Wilson meiddist á fingri um helgina. AFP

Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á fingri á föstudaginn.

Í fyrstu var talið að Wilson yrði frá í sex til átta vikur en læknar Seattle eru vongóðir um að leikmaðurinn verður frá í fjórar vikur að því er fram kemur í frétt ESPN um málið.

Wilson meiddist í 17:26-tapi Seattles gegn Los Angeles Rams í Seattle um nýliðna helgi.

Seattle hefur ekki verið neitt sérstaklega vel á tímabilinu en liðið hefur unnið tvo leiki og tapað þremur í NFC-Vesturdeildinni.

mbl.is