Anton sjötti í úrslitasundinu á HM

Anton Sveinn McKee á fullri ferð í lauginni í Búdapest …
Anton Sveinn McKee á fullri ferð í lauginni í Búdapest í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Anton Sveinn McKee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í dag.

Anton, sem synti á fimmtu braut þar sem hann varð annar í undanúrslitunum í gær, var kominn í fyrsta sætið þegar 150 metrar voru búnir af 200 en gaf eftir á lokasprettinum og varð að sætta sig við sjötta sætið á 2:09,37 mínútum. Seinna Íslandsmetið sem hann setti í undanúrslitunum í gær var 2:08,74 mínútur.

Zac Stubblety-Cook, hinn 23 ára gamli Ólympíumeistari og heimsmethafi frá Ástralíu, varð heimsmeistari á 2:07,07 mínútum. Yu Hanaguruma, 22 ára Japani, og Erik Persson, 28 ára Svíi, deildu silfurverðlaununum en þeir komu hnífjafnir í mark á 2:08,38 mínútum.

Anton Sveinn McKee gerir sig kláran fyrir úrslitasundið í dag.
Anton Sveinn McKee gerir sig kláran fyrir úrslitasundið í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Átta bestu í 200 metra bringusundi í heiminum í dag eru þessir:

1 Zac Stubblety-Cook, Ástralíu - 2:07,07
2 Yu Hanaguruma, Japan - 2:08,38
2 Erik Persson, Svíþjóð - 2:08,38
4 Ryuya Mura, Japan - 2:08,86
5 Nic Fink, Bandaríkjunum - 2:09,05
6 Anton Sveinn McKee, Íslandi - 2:09,37
7 Caspar Corbeau, Hollandi - 2:09,62
8 Matti Mattsson, Finnlandi - 2:09,65

mbl.is