Lært að taka eitt í einu

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fyrir miðju.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fyrir miðju. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sprettharðasta kona Íslandssögunnar, bætti eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún kom í mark á 7,35 sekúndum í greininni á frjálsíþróttamótinu Aarhus Sprint n' Jump í Árósum í Danmörku síðastliðinn miðvikudag.

Guðbjörg er nýkomin til baka eftir erfið meiðsli og er óhætt að segja að endurkoman fari vel af stað.

„Ég átti alveg von á þessu, því æfingarnar voru búnar að ganga svo rosalega vel. Ég var samt veik fyrir hlaupið í Danmörku og búin að vera slöpp. Ég átti því ekki alveg von á því að hlaupa svona hratt, en ég er mjög ánægð með það,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið.

Guðbjörg kom fyrst í mark í hlaupinu og tíminn var enn betri en upprunalega var haldið. „Tilfinningin var mjög góð. Það kom fyrst 7,37 á klukkunni, sem er mjög gott, en ég pældi ekki mikið í þeim tíma, þótt ég hafi verið ánægð að vinna. Honum var svo breytt í 7,35 sem ég var enn ánægðari með.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert