Hákon þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis

Hákon Atli Bjarkason með þrjá Íslandsmeistarabikara sína í gær.
Hákon Atli Bjarkason með þrjá Íslandsmeistarabikara sína í gær. Ljósmynd/Jón Björn Ólafsson

Íslandsmót ÍF í borðtennis fór fram í gær í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni, þar sem Hákon Atli Bjarkason úr ÍFR stóð uppi sem þrefaldur Íslandsmeistari.

Hákon Atli sigraði í tvíliðaleik, sitjandi flokki 1-5 og í opnum flokki eftir sigur gegn kollega sínum Wova Cherniavskyi.

Wova Cherniavskyi við keppni í opnum flokki.
Wova Cherniavskyi við keppni í opnum flokki. Ljósmynd/Jón Björn Ólafsson

Í flokki 11, flokki þroskahamlaðra, tryggði Soffía Rúna Jensdóttir sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Óskar Aðils Kemp fagnaði titlinum í flokki 11 hjá körlunum.

Tómas Björnsson stóð uppi sem Íslandsmeistari í standandi flokki 6-10 eftir úrslitaviðureign gegn hinum unga og efnilega Birki Steini Ásgeirssyni.

Birkir Steinn Ásgeirsson einnig við keppni í opnum flokki.
Birkir Steinn Ásgeirsson einnig við keppni í opnum flokki. Ljósmynd/Jón Björn Ólafsson
mbl.is