Birgir fékk fugl á 12. flöt og fór upp um 14 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína.
Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína. mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson fékk fugl á 12. braut á TCL-meistaramótinu í Kína á öðrum keppnisdegi mótsins. Það er smáatriði sem skilja á milli í harðri keppni á Evrópumótaröðinni en með því að fá fugl á 12. braut er Birgir á 1 höggi undir pari í dag og samtals 5 höggum undir pari. Hann var í 62. sæti áður en hann hóf leik á 12. braut en hann fór upp um 14 sæti með því að leika brautina á 3 höggum. Í gær fékk Birgir fjóra fugla á brautum 12.-16. þar sem hann lék á 68 höggum.

Skorkort Birgis.

birgirleifur.blog.is

Staðan á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina