Birgir Leifur hafnaði í 48. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

At­vinnukylf­ing­ur­inn og Íslands­meist­ar­inn í golfi, Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son lauk í dag leik á Swiss Chal­lenge-mót­inu í Áskor­enda­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í Evr­ópu. Hann lék lokahringinn á einu höggi yfir pari vallarins. Birgir leik hringina fjóra á samanlagt þremur höggum undir pari og skilaði það honum í 48. sæti. 

Birgir byrjaði mótið gríðarlega vel og var hann á meðal efstu manna eftir fyrri tvo hringina. Hann náði hins vegar ekki að halda uppteknum hætti á seinni tveimur hringjunum. Hann fékk þrjá fugla í dag, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla. 

Svisslendingurinn Joel Girrbach sigraði á mótinu en hann lék á samanlagt 17 höggum undir pari. 

mbl.is