Keppi á Evian-meistaramótinu aflýst

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Búið er aflýsa keppni á Evian-meistaramótinu í golfi þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda.

Mótið hófst í Frakklandi í morgun en móthaldarar hafa þurft að fresta keppni ítrekað í dag vegna veðurs og nú hefur verið ákveðið að aflýsa keppni í dag og verður þráðurinn tekinn upp á morgun.

Ólafía Þórunn átti að hefja leik klukkan 11.09 að íslenskum tíma. Fyrir hádegi bárust svo fréttir af því að ráshópur Ólafíu myndi ekki hefja keppni fyrr en klukkan 17.09 en á heimasíðu keppninnar er nú búið að birta frétt þess efnis að keppni hafa verið aflýst til morguns og verða spilaðar 54 holur á mótinu þar sem fyrsta umferðin er felld niður. Niðurskurður verður eftir fyrstu tvo hringina.

Ólafía Þórunn hefur keppni á morgun klukkan 11.09 að íslenskum tíma.

mbl.is