Þórður Rafn á einu undir í dag

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson. mbl.is/Styrmir Kári

Þórður Rafn Gissurarson lék á einu höggi undir pari á þriðja hringnum á 1. stigs úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Skotlandi í dag.

Þórður Rafn hefur þar með leikið þrjá fyrstu hringina á fjórum höggum yfir pari en hann átti erfiðan dag í gær og lék hringinn á 78 höggum eða sex höggum yfir pari vallarins.

Þórður er sem stendur í 64. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni í dag. 20 efstu kylfingarnir komast áfram eftir fjóra hringi.

mbl.is