Góð byrjun hjá Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir, Justine Dreher frá Frakklandi og Liv Cheng …
Valdís Þóra Jónsdóttir, Justine Dreher frá Frakklandi og Liv Cheng frá Nýja-Sjálandi urðu efstar á úrtökumóti fyrir LPGA-mótið í Ástralíu. Ljósmynd/LPGA

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni var að ljúka við fyrsta hringinn á Opna ástr­alska mót­inu í golfi í Adelai­de, sem er liður í LPGA-mótaröðinni.

Valdís Þóra lék hringinn á 72 höggum eða á pari vallarins en eins og fram kom á mbl.is fyrr í morgun lék Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hringinn á tveimur höggum yfir pari, 74 höggum.

Valdís fékk fjóra fugla á hringnum, hún fékk skolla á tveimur holum, fékk einn skramba og spilaði tíu holur á parinu. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir kylfingar frá Íslandi keppa samtímis á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki.

Valdís er í 46.-63. sæti eftir hringinn en Ólafía er tveimur höggum á eftir henni í 75.-94. sæti.

Jin Young Ko frá Suður-Kóreu lék best allra, spilaði hringinn á 65 höggum eða 7 undir pari. Önnur er landa hennar Jiyai Shin sem lék á 5 höggum undir pari, 67 höggum.

Jin Young Ko frá Suður-Kóreu er í forystu eftir fyrsta hringinn sem hún lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari.

Val­dís Þóra tryggði sér keppn­is­rétt á mótinu í Adelai­de með frá­bær­um hring á úr­töku­móti í Ástr­al­íu. Alls tóku 100 kylf­ing­ar þátt á úr­töku­mót­inu og voru þrjú sæti í boði. Valdís ásamt tveimur öðrum höfnuðu í efsta sæti á því móti en allar léku þær á þremur höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert