Hola í höggi hjá Daly (myndskeið)

John Daly
John Daly AFP

Rokkstjarna golfsins, John Daly, fór holu í höggi á lokadegi Chubb Classic-mótsins á Öldungamótaröð PGA (50 ára og eldri) í dag. 

Daly lék 16. holuna á Twin Eagles-vellinum á Flórída á einu höggi og mjakaði sér þannig inn á topp 10 í lokastöðu mótsins en samtals lék hann á 13 höggum undir pari. 

Daly er í fámennum hópi kylfinga sem hafa náð draumahögginu á 16. holunni á vellinum en þeirra á meðal er goðsögnin Tom Watson. 

Höggið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en viðbrögð kylfuberans eru einnig skemmtileg. 

mbl.is