Ólafía þarf að spila betur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að leika betur, ætli hún sér í gegnum niðurskurðinn á Indy Women in Tech-mót­inu í LPGA-mótaröðinni. Ólafía lék hringinn í gær á pari, en hún hefur leikið fyrri níu holurnar í dag á einu höggi yfir pari og er því á parinu, þegar níu holur eru eftir. 

Niðurskurðurinn sem stendur miðast við tvö högg undir parið og þarf Ólafía því að minnsta kosti að leika síðari níu holurnar á tveimur höggum undir parinu. Nasa Hatoka frá Japan er með forystu þegar fréttin er skrifuð, á tólf höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert